• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
10
May

Fundarhöld vegna Norðuráls og Klafa

Í gær var fundað um kjarasamning Klafa með forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara. Á fundinum óskuðu fulltrúar fyrirtækisins og Sa-menn eftir því að gengið yrði frá launaliði starfsmanna Norðuráls áður en farið yrði í að ganga frá kjarasamningi fyrir starfsmenn Klafa og féllst félagið og trúnaðarmaður á þessa aðferðafræði.

Ástæða þessa er sú að Klafi er í 50% eigu Norðuráls og 50% í eigu Elkem Ísland en Klafi er þjónustufyrirtæki á hafnarsvæðinu á Grundartanga og sjá starfsmenn fyrirtækisins um allar upp- og útskipanir á svæðinu ásamt fjölmörgum öðrum verkefnum fyrir sína eigendur.

Formaður gerði fulltrúum SA það algerlega ljóst að krafa félagsins í komandi viðræðum bæði við Klafa sem og við Norðurál verður að lágmarki komi þær hækkanir sem um var samið við Elkem Ísland. Á það einnig við um þá eingreiðslu sem Verkalýðfélag Akraness eitt og sér samdi um við Elkem til að liðka um fyrir kjarasamningum.

Formaður hefur óskað eftir því við Samtök Atvinnulífsins að viðræður vegna Norðuráls hefjist án tafar og er jafnvel reiknað með því að fyrsti fundur verði á morgun í húsakynnum Ríkissáttasemjara.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image