• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
13
May

Sérhæfður fiskvinnslumaður hækkar um tæpar 20 þúsund krónur

Rétt í þessu undirritaði formaður félagsins nýjan kjarasamning á hinum almenna vinnumarkaði hjá ríkissáttasemjara. Meginatriði samningsins eru eftirfarandi:

Launabreytingar verða með þeim hætti að frá 1. júní 2011 hækka laun um 4,25%, 1. febrúar 2012 hækka þau um 3,5% og 1. febrúar 2013 um 3,25%. Þeir sem eru að starfa eftir launatöxtum munu hækka um krónutölu með eftirfarandi hætti: 1. júní 2011 verður 12.000 kr. hækkun, 1, febrúar 2012 11.000 kr. hækkun og 1. febrúar 2013 11.000 kr. hækkun.

Lágmarkstekjutrygging í dagvinnu mun hækka úr 165 þúsund krónum í 182 þúsund krónur 1. júní 2011, 1. febrúar 2012 í 193 þúsund og 1. febrúar 2013 í 204 þúsund. Það er helst þessi þáttur sem formaður félagsins er afar ósáttur með í þessum samningi  enda var krafa félagsins að lágmarkslaun myndu vera komin upp í 204 þúsund við undirritun samningsins en það náðist ekki í gegn.

Einnig mun koma eingreiðsla í júní að upphæð kr. 50.000 fyrir starfsmann í fullu starfi í mánuðunum mars-maí. Starfsmenn sem létu af störfum í apríl eða eru í hlutastarfi fá hlutfallslega greiðslu miðað við starfstíma í mars og apríl. Álag mun koma á orlofsuppbótina sem nemur 10.000 kr. og á desemberuppbótina munu koma 15.000 kr. fyrir árið 2011.

Sem dæmi þá munu grunnlaun sérhæfðs fiskvinnslumanns hækka úr 174.500 kr. í 186.500 kr. og einnig munu bónusgreiðslur hækka um 16,25%. Þannig að starfsmaður í frystihúsi HB Granda á Akranesi sem er með fastan bónus upp á rétt rúmar 254 kr. mun hækka um 41 kr. og mun því bónusinn fara upp í 295 kr. Heildarhækkun sérhæfðs fiskvinnslumanns hjá HB Granda í 7 ára þrepi er því rúmar 19 þúsund krónur á mánuði eftir samning.

Formaður mun kynna samninginn af fullum krafti í næstu viku og verður væntanlega opinn kjörfundur á kynningarfundunum sem og á skrifstofu félagsins en það verður auglýst nánar síðar.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image