• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
16
May

Fyrirtækjasamningur kynntur fyrir starfsmönnum ISS á Grundartanga

Formaður fundaði með starfsmönnum ISS á Grundartanga en það eru starfsmenn sem sjá um ræstingu og mötuneyti hjá Elkem Ísland. Tilefni fundarins var nýgerður fyrirtækjasamningur sem formaður ásamt trúnaðarmanni hafa verið að vinna að um alllanga hríð og fór formaður yfir innihald samningsins.

Fyrirtækjasamningurinn gildir í 3 ár og er starfsmaður með 10 ára starfsreynslu að hækka úr 289 þúsund krónum í 306 þúsund krónur á mánuði en inni í því er 8,8% vaktaálag sem miðast við að unnið sé fjórðu hverja helgi. Þessu til viðbótar tókst að hækka orlofs- og desemberuppbætur umtalsvert en þær voru 104.547 kr. hvor fyrir sig eða samtals 209.094 kr. í 119.889 kr. hvora fyrir sig eða samtals 239.778 kr. sem er hækkun upp á 14,7%.

Einnig munu starfsmenn fá þessa hefðbundnu eingreiðslu upp á 50 þúsund krónur og viðbótarhækkun um 10 þúsund vegna orlofsuppbótar og 15 þúsund krónur vegna desemberuppbótar en þessar eingreiðslur koma vegna þess hversu lengi hefur dregist að ganga frá kjarasamningi.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image