• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
20
May

18,4% launamunur á milli fiskvinnslufyrirtækja á Akranesi

Bónusgreiðslur eru afar mismunandiBónusgreiðslur eru afar mismunandiKynningarfundur var haldinn í gær um nýgerðan kjarasamning á hinum almenna vinnumarkaði. Þar fór formaður yfir helstu atriði samningsins. Fram kom í máli fundarmanna að vissulega hefðu lágmarkslaunin þurft að hækka mun meira en um var samið en sem betur fer náðist þó að skila örlítið meiri ávinningi til fiskvinnslufólks heldur en margra annarra sem taka kjör eftir kjarasamningi á hinum almenna vinnumarkaði. Nægir að nefna í því samhengi að laun fiskvinnslufólks eru að hækka um rúm 11% á þessu ári að teknu tilliti til 50 þúsund króna eingreiðslu og 25 þúsund króna álags á orlofs- og desemberuppbætur. Samt sem áður kom fram í máli formanns að laun fiskvinnslufólks séu ekkert til að hrópa húrra yfir en það er verkefni verkalýðshreyfingarinnar að bæta kjör þessa fólks sem og annarra sem starfa á hinum almenna vinnumarkaði.

Einnig kynnti formaður samanburð sem hann gerði á bónusum fiskvinnslufyrirtækjanna á Akranesi. Þau fyrirtæki sem hann skoðaði voru HB Grandi, Norðanfiskur, hrognavinnsla Vignis G. Jónssonar, lifrabræðslan Akraborg og Laugafiskur. Það er skemmst frá því að segja að bónusgreiðslur til starfsmanna sem starfa í fiskvinnslu eru afar mismunandi. Hæsti meðaltalsbónusinn var hjá lifrarbræðslunni Akraborg en þar var meðaltalsbónusinn á síðustu 12 mánuðum 349 kr. sem gerir 60.492 kr. á mánuði og því hafði sérhæfður fiskvinnslumaður sem starfar hjá Akraborg 234.992 kr. í mánaðarlaun. Þessi starfsmaður mun hækka upp í 256.698 kr. sem er hækkun upp á tæp 22 þúsund. Það er skemmst frá því að segja að starfsmenn Akraborgar njóta rúmum 37 þúsund krónum hærri launagreiðslna eða sem nemur 18,4% heldur en það fiskvinnslufyrirtæki sem greiðir hvað minnstan bónus en hann var 152 kr.

Formaður fagnar því framtaki hjá Akraborg að taka upp nýtt bónuskerfi sem skilar bæði starfsmönnum og fyrirtækinu miklum ávinningi sem leiðir til þess að fyrirtækið er að greiða langhæsta bónusinn á meðal fiskvinnslufyrirtækja. Ef bónusinn heldur áfram að vera jafn lifandi og hann var á síðustu 12 mánuðum má áætla að meðaltalsbónusinn hjá starfsmönnum Akraborgar verði 405 kr.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image