• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
20
May

Viðræðum slitið við Samtök atvinnulífsins vegna Klafa

Verksmiðjur Elkem Ísland og Norðuráls á GrundartangaVerksmiðjur Elkem Ísland og Norðuráls á GrundartangaSamningafundur var haldinn hjá ríkissáttasemjara í dag vegna kjaradeilu félagsins við Samtök atvinnulífsins vegna Klafa ehf. En Klafi er fyrirtæki sem sér um alla þjónustu á Grundartangahöfn, meðal annars upp- og útskipanir og er í eigu risanna tveggja á svæðinu, það er að segja Norðuráls og Elkem Ísland, til helminga. 

Krafa félagsins er að starfsmenn Klafa fái sömu launahækkanir og eingreiðslu og um var samið hjá Elkem Ísland enda eru starfsmenn Klafa fyrrverandi starfsmenn Elkem Ísland. Það fyrirkomulag að stofna nýtt félag utan um út- og uppskipanir var tekið upp fyrir nokkrum árum síðan en átti ekki að leiða til þess að kjör þeirra sem þar starfa myndu dragast aftur úr starfsmönnum Elkem Ísland.

Samtök atvinnulífsins buðu nákvæmlega sömu launahækkanir og um var samið á hinum almenna vinnumarkaði en því var snarlega hafnað með afgerandi hætti hjá ríkissáttasemjara í dag. Óskuðu formaður Verkalýðsfélags Akraness og trúnaðarmaður starfsmanna Klafa eftir að bókaður yrði árangurslaus fundur en það er skilyrði til þess að starfsmenn geti gripið til einhverra róttækra aðgerða til að knýja fram þá sanngjörnu kröfu að fá sömu launahækkanir og starfsfélagar þeirra hjá Elkem Ísland.

Þessari kröfu verður fylgt eftir af fullum þunga og mun formaður funda með starfsmönnum á þriðjudaginn þar sem aðgerðir verða skipulagðar en fátt virðist nú geta komið í veg fyrir alvarleg átök á Grundartangasvæðinu vegna þessarar deilu. En slík deila mun klárlega geta haft áhrif á bæði starfsemi Elkem Ísland sem og Norðuráls.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image