• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
07
Apr

Starf ráðgjafa á sviði starfsendurhæfingar laust til umsóknar

Stéttarfélög á Akranesi leita að ráðgjafa í fullt starf til að starfa á sviði starfsendurhæfingar. Hlutverk ráðgjafa er að styðja og hvetja einstaklinga til að viðhalda og efla virkni til vinnu. Aðsetur verður á skrifstofu Verkalýðsfélags Akraness, Sunnubraut 13 á Akranesi.

Helstu verkefni ráðgjafans verða:

  • Stuðningur og ráðgjöf fyrir einstaklinga
  • Upplýsingaöflun og mat skv. viðurkenndum aðferðum
  • Umsjón, eftirfylgni og leiðsögn varðandi endurhæfingaráætlanir einstaklinga, í samstarfi við fagaðila
  • Náin samvinna við atvinnurekendur og stéttarfélög með það að markmiðið að auka starfshæfni og varðveita vinnusamband einstaklinga á vinnumarkaði

Kröfur um hæfni

Helstu hæfniskröfur til ráðgjafa eru eftirfarandi:

  • Mjög góð samskiptahæfni og þjónustulund
  • Góð þekking á vinnumarkaði og nærsamfélagi
  • Háskólamenntun á sviði félags-, heilbrigðis- og menntavísinda eða sambærileg menntun
  • Þekking og/eða reynsla á sviði ráðgjafar æskileg
  • Sveigjanleiki og færni til að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
  • Tungumálakunnátta, enska og eitt Norðurlandamál
  • Geta til að koma frá sér efni í ræðu og riti

Starf ráðgjafans er samstarfsverkefni milli stéttarfélaganna og Starfsendurhæfingarsjóðs. Nánari upplýsingar um starf ráðgjafa og starfsemi Starfsendurhæfingarsjóðs er að finna á heimasíðu sjóðsins www.virk.is. Til að tryggja þekkingu og símenntun ráðgjafans mun hann fá sérstaka þjálfun sem skipulögð er af Virk, Starfsendurhæfingarsjóði.

Umsókn um starfið skal skilað fyrir kl 16:00, mánudaginn 11. apríl nk. á skrifstofu Verkalýðsfélags Akraness, Sunnubraut 11 í lokuðu umslagi merktu VIRK – Ráðgjafi í starfsendurhæfingu.

Nánari upplýsingar er hægt að fá á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.eða á skrifstofu VLFA og VIRK.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image