• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
11
Apr

Tæpar 7 milljónir greiddar í starfsmenntastyrki

Það er óhætt að segja að félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness nýta sér þjónustu félagsins gríðarlega vel en nú vinna starfsmenn félagsins að því að gera skýrslu stjórnar klára fyrir aðalfund félagsins sem haldinn verður 19. apríl næst komandi á Gamla Kaupfélaginu.

Á árinu 2010 voru greiddar úr sjúkrasjóði 37 milljónir króna til 611 félagsmanna, en þá er um að ræða styrki sem í boði eru úr sjóðnum eins og heilsueflingarstyrkur, gleraugnastyrkir, sjúkraþjálfun, göngugreining, hjartavernd, krabbameinsskoðun og svo að sjálfsögðu sjúkradagpeningar.

Tæplega 200 manns nýttu sér afslátt á Veiði- og Útilegukortum á árinu 2010 en félagið veitir 50% afslátt af útsöluverði.

174 félagsmenn fengu greiðslu úr starfsmenntasjóðum sem Verkalýðsfélag Akraness er aðili að og nam heildarupphæðin rétt tæpum 7 milljónum króna.

Alls nýttu 270 félagsmenn sér orlofshús félagsins og er óhætt að nýtingin á orlofshúsum félagsins sé gríðarlega góð jafnt að sumri sem að vetri.

Um 100 félagsmenn þáðu aðstoð við gerð skattframtala sem félagið bauð upp á og hefur þessi aðstoð fallið í mjög góðan jarðveg hjá félagsmönnum.

Vegna góðrar afkomu félagsins hefur stjórn sjúkrasjóðs ákveðið að hækka hámark heilsueflingarstyrks úr 15.000 í kr. 20.000 sem gerir 33% hækkun. Einnig hefur verið tekinn upp nýr styrkur vegna heilsufarsskoðunar og er hann að hámarki kr. 15.000. Þennan styrk er hægt að nýta t.d. í krabbameinsskoðun, sneiðmyndatöku, maga- og ristilskoðun, skoðun hjá Hjartavernd og Karlaskoðun.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image