• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
15
Apr

Framleiðsla í Sementsverksmiðjunni loksins að fara af stað

SementsverksmiðjanSementsverksmiðjanÁ morgun mun 9 og hálfs mánaðar framleiðslustoppi í Sementsverksmiðjunni loksins ljúka og er áætlað að framleiða 25 þúsund tonn af sementi. Hluti af þeirri framleiðslu er nú þegar seldur, meðal annars í Búðarhálsvirkjun.

Þetta eru gríðarlega jákvæð tíðindi enda hefur rekstrarumhverfi Sementsverksmiðjunnar verið mjög erfitt í kjölfar hruns á byggingarmarkaðinum en formanni VLFA finnst það með óílkindum að verið sé að flytja inn erlent sement frá Danmörku á sama tíma og við Íslendingar erum að framleiða hér hágæða sement. Í fyrra voru flutt inn um 28 þúsund tonn af sementi. Það er mat formanns að íslenska ríkið eigi að styrkja íslenska framleiðslu og versla allt sitt sement innanlands en með því sparast umtalsverðar gjaldeyristekjur.

Árið 2007 framleiddi Sementsverksmiðjan 153 þúsund tonn af sementi sem var nánast metár en í fyrra voru einungis framleidd 38.700 tonn. Ástæðan fyrir því að framleiðsla er að hefjast að nýju er sú að birgðastaða á sementi á lager er nánast engin og munu þessi 25 þúsund tonn duga eitthvað fram á haust en áætlað er að það taki verksmiðjuna tvo mánuði að framleiða þau.

Verkalýðsfélag Akraness skorar á íslenska ríkið sem og alla verktaka að styðja við íslenska framleiðslu með því að versla íslenskt sement. Með því verjum við störf hér á landi og á sama tíma sparast umtalsverður gjaldeyrir og ekki veitir af um þessar mundir.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image