• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
19
Apr

Eingreiðsla og afturvirkni nema allt að 500 þúsund krónum

Járnblendiverksmiðja Elkem á GrundartangaJárnblendiverksmiðja Elkem á GrundartangaRétt í þessu var undirritaður kjarasamningur Verkalýðsfélags Akraness við Elkem Ísland en samningurinn mun gilda til þriggja ára. Þetta er fyrsti samningurinn sem undirritaður er með þessum hætti hjá ríkissáttasemjara í þeirri samningalotu sem nú stendur yfir.

Starfsmenn munu hækka að meðaltali um tæp 10% á fyrsta ári samningsins og mun byrjandi hjá Elkem hækka um tæpar 30 þúsund krónur á mánuði en starfsmaður sem hefur starfað í 10 ár er að hækka um tæpar 35 þúsund krónur. Rétt er að geta þess að samningurinn hefur afturvirkni og munu starfsmenn fá greitt frá 1. janúar 2011. Þessu til viðbótar ákvað fyrirtækið vegna góðrar afkomu þess að greiða starfsmönnum ein föst mánaðarlaun aukalega. Þegar allt þetta er tekið saman er niðurstaðan sú að starfsmaður sem hefur starfað í 10 ár hjá Elkem mun fá tæpar 500 þúsund krónur í formi eingreiðslu við næstu útborgun.

Orlofs- og desemberuppbætur munu einnig hækka töluvert en þær eru samtals í dag 260.542 kr. en munu hækka í 274.872 kr. samanlagt sem er 5,5% hækkun. Heildarhækkun samningsins á samningstímanum að teknu tilliti til eingreiðslunnar vegna góðrar afkomu fyrirtækisins er um 26%.

Formaður telur þennan samning vera mjög ásættanlegan fyrir starfsmenn Elkem en samningurinn verður kynntur fyrir starfsmönnum á fundum á morgun og einnig mun starfsmönnum bjóðast að kjósa um samninginn að lokinni kynningu.

Það er alveg morgunljóst að þetta er sú lína sem félagið mun leggja varðandi aðra samninga á Grundartangasvæðinu, það er að segja við Klafa og Norðurál, en samningur Klafa var laus um áramót og launaliður Norðuráls einnig á sama tíma.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image