• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness haldinn í gær Fjölmennt var á fundinum í gær
20
Apr

Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness haldinn í gær

Í gærkvöldi var árlegur aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness haldinn á Gamla Kaupfélaginu. Á fundinum fór formaður félagsins yfir starfsemi og verkefni félagsins frá síðasta aðalfundi og endurskoðendur kynntu afkomu félagsins.

Endurskoðendur félagsins fóru yfir ársreikninga félagsins og í yfirferð þeirra kom m.a. fram að allir sjóðir félagsins eru reknir með rekstrarafgangi. Það er gríðarlega mikilvægt að rekstur félagsins skuli vera með þessum hætti því fjárhagslega sterkt og sjálfstætt félag er engum háð og betur í stakk búið til að styðja við sína félagsmenn og berjast fyrir réttindum þeirra af öllum kröftum.

Í skýrslu stjórnar fór formaður yfir þær gríðarlegu breytingar Verkalýðsfélag Akraness hefur tekið á undanförnum árum. Ekki aðeins fjárhagslega heldur einnig félagslega. Félagsmönnum hefur t.a.m. fjölgað mjög ört undanfarin ár og mikill metnaður hefur verið lagður í framúrskarandi þjónustu við félagsmenn.

Það var afar ánægjulegt að heyra í þeim fundarmönnum sem tóku til máls og lýstu yfir ánægju með starfsemi félagsins. Slíkt gerir ekkert annað en að efla stjórnir og starfsmenn félagsins enn frekar til dáða.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image