• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Nýr kjarasamningur Elkem samþykktur með tæplega 90% greiddra atkvæða Starfsmenn Elkem á samstöðufundi í febrúar 2011
26
Apr

Nýr kjarasamningur Elkem samþykktur með tæplega 90% greiddra atkvæða

Síðastliðinn miðvikudag kynnti formaður Verkalýðsfélags Akraness nýgerðan kjarasamning við Elkem Ísland 19. apríl fyrir starfsmönnum fyrirtækisins.

Við undirritun kjarasamningsins er gefur hann starfsmönnum 17,5% að teknu tilliti til eingreiðslu sem félagið samdi sérstaklega um við fyrirtækið. Án eingreiðslu eru starfsmenn að hækka í launum frá tæpum 30.000 til 35.000 kr. á mánuði á fyrsta ári. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2011 og með eingreiðslu og afturvirkni samningsins eru starfsmenn að fá allt að 500.000 kr. greiðslu með næstu útborgun. Auk taxtahækkunar eru gerðar breytingar á bónuskerfinu í nýja samningnum, hámarksbónus getur nú gefið 13,5% en 10% áður. Einnig voru nýir þættir voru teknir inn í bónuskerfið sem gerir það að verkum að það mun gefa meira en gamla kerfið gerði.

Á kynningunni lýstu starfsmenn almennt yfir ánægju með samninginn en þeim bauðst að kjósa um hann að aflokinni kynningu og einnig gátu starfsmenn kosið yfir páskahátíðina. Kosningu lauk kl. 15 í dag. Það er skemmst frá því að segja að samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta sem sýnir þá miklu ánægju sem ríkti með samninginn. Alls greiddu 125 starfsmenn atkvæði og féllu þau þannig að 111 sögðu já sem eru 88,8% og 14 sögðu nei sem eru 11,2%.

Nú er verk að vinna, því félagið á fleiri ógerða samninga á Grundartangasvæðinu en kjarasamningur Klafa var laus 1. janúar og það er morgunljóst að krafa félagsins verður að sú krafa og eingreiðsla sem um samdist fyrir starfsmenn Elkem gangi jafnt til starfsmenn Klafa. En rétt er að geta þess að Elkem á 50% hlut í Klafa og Norðurál 50%, en Klafi sér um upp- og útskipanir á Grundartangasvæðinu.

Einnig er rétt að geta þess að launaliður Norðuráls var laus um áramótinn og sá samningur sem undirritaður var ásamt eingreiðslunni þarf klárlega að koma að fullu til starfsmanna Norðuráls. Einnig vantar starsfmenn Norðuráls 3% til að brúa endanlega launabilið milli Elkem og Alcan í Straumsvík. Launin voru jöfn til áramóta en þá runnu áhrif eingreiðslu sem félagið samdi um við Norðurál út.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image