• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
1. maí hátíðahöld á Akranesi Kröfuganga á Akranesi 1. maí 2010
29
Apr

1. maí hátíðahöld á Akranesi

Hátíðahöld á Akranesi vegna 1. maí verða með hefðbundnum hætti.

Safnast verður saman við Kirkjubraut 40 klukkan 14:00 í kröfugöngu og genginn hringur á neðri-Skaga í takt við lúðra og áslátt Skólahljómsveitar Akraness. Að göngu lokinni verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness á 3ju hæð Kirkjubrautar 40. Fundarstjóri er Vilhjálmur Birgisson og mun hann flytja ávarp. Ræðumaður dagsins er Stefán Skafti Steinólfsson, verkamaður. Grundartangakórinn mun syngja fyrir gesti og boðið verður upp á veglegt kaffihlaðborð. Eins og undanfarin ár býður 1. maí nefndin börnum frítt í bíó í Bíóhöllinni kl. 15:00.

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta og taka þátt í dagskránni.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image