• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Vel á annan tug milljarða bjargað Hrognavinnslan í fullum gangi
02
Mar

Vel á annan tug milljarða bjargað

Formaður kíkti á starfsmenn Síldarbræðslunnar í fyrradag en það er óhætt að segja að það sé gríðarleg törn búin að vera hjá þeim um alllanga hríð. Nú er búið að bræða um eða uppundir 20 þúsund tonn af loðnu og loðnuhrapi.  í gær lönduðu Faxi RE og Ingunn AK og nú er verið að landa úr Lundey, öll skipin voru nánst með fullfermi.  Eftir að sjávarútvegsráðherra jók loðnukvótann um 65 þúsund tonn var ákveðið að gamla aflaskipið Víkingur AK skildi halda til veiða og eftir þeim upplýsingum sem formaður hefur fengið þá hefur Víkingur landað fjórum fullfermistúrum það sem af er þessari vertíð.

Einnig eru staðnar núna sólarhringsvaktir við hrognatöku og eru tugir manna sem vinna á þessum sólarhringsvöktum og er gríðarleg vertíðarstemmning sem myndast við hrognatökuna.

Eins og flestir muna var verkfalli starfsmanna í 9 síldarbræðslum frestað 15. febrúar og er morgunljóst að sú ákvörðun starfsmanna hefur bjargað vel á annan tug milljarða króna fyrir þau fyrirtæki sem hlut eiga að máli sem og allt þjóðarbúið.  Eins og áður hefur komið fram þá telur formaður það hafa verið mistök að draga verkfallsboðuna til baka því staða starfsmanna í síldarbræðlum var gríðarlega sterk í ljósi hagsmuna útgerðarinnar. Enda skynjaði formaður VLFA umtalsverðan vilja hjá forsvarsmönnum síldarbræðlunnar til að leysa deiluna á átaka. Nú er bara að vona að fyrirtæki umræddra síldarbræðslna sýni starfsmönnum sem tóku þá ákvörðun um að nýta ekki sinn verkfallsrétt, þrátt fyrir að Samtök atvinnulífsins hafi hafnað nánast öllum þeirra kröfum, umbun þegar kemur að því að ganga frá kjarasamningum á næstu dögum. Þeir eiga það svo sannarlega skilið í ljósi áðurnefndra staðreynda. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image