• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
25
Mar

Lögmaður félagsins vann mál fyrir félagsmann varðandi atvinnuleysisbætur

Lögmaður Verkalýðsfélags Akraness, Jón Haukur Hauksson, vann mál fyrir félagsmann gegn Vinnumálastofnun en úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða kvað upp úrskurð þar sem Vinnumálastofnun er gert að leiðrétta greiðslur til félagsmanns á atvinnuleysisbótum um 18% af heildar atvinnuleysisbótum frá tímabilinu 21. júlí 2009 til 30. nóvember 2009 annars vegar og hins vegar fyrir tímabilið 1. janúar 2010 til 19. maí 2010.

Málsatvik voru þau að vinnuveitandi skilaði inn röngu vinnuveitendavottorði til Vinnumálastofnunar sem gerði það að verkum að viðkomandi félagsmaður fékk ekki 100% atvinnuleysisbætur heldur einungis 82%. Vinnumálastofnun neitaði að leiðrétta þessa villu sem félagsmaðurinn gat á engan hátt borið ábyrgð á en með aðstoð lögmanns félagsins tókst að hnekkja þessum úrskurði Vinnumálastofnunar eins og áður hefur komið fram. Hér má sjá úrskurð atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða.

Það er gríðarlega mikilvægt fyrir félagsmenn að kynna sér sína réttarstöðu í hvívetna og leita til félagsins ef að þeir hafa grun um að verið sé að brjóta á þeim eins og þetta dæmi klárlega sýnir.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image