• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Skemmdarverkin unnin áfram Samstaða starfsmanna er mikil. Hún verður ekki brotin á bak aftur með þessum skemmdarverkum.
03
Feb

Skemmdarverkin unnin áfram

Það er óhætt að segja að skemmdarverkin haldi áfram er lýtur að kjarasamningsgerð vegna starfsmanna Elkems Íslands og Klafa ehf.  En eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá höfnuðu VR, RSÍ og Stéttarfélag Vesturlands þeim fulltrúum sem sátu í samninganefndinni fyrir áðurnefnd stéttarfélög.  Á þeirri forsendu óskaði Ríkissáttasemjari eftir að áðurnefnd stéttarfélög myndu tilnefna sína fulltrúa í samninganefndina til að hægt væri að halda áfram kjaraviðræðum eins og frá var horfið.  Rétt er að geta þess að t.d. fulltrúi VR í saminganefndinni hefur tekið þátt í samningagerð fyrir sitt stéttarfélag í mörg ár án nokkurra athugasemda en einhverra hluta vegna þurfti t.d VR að gera athugasemdir nú.

Í morgun var haldinn fundur þeirra stéttarfélaga sem eiga aðild að kjarasamningi Elkem og Klafa og óskað eftir að fá upplýsingar um hvaða fulltrúa eigi að skipa frá áðurnefndum stéttarfélögum í samninganefndina.  Þá gerist það að formaður Stéttarfélags Vesturlands hafði sent tölvupóst þar sem kom m.a. fram að Stéttarfélag Vesturlands ætlaði ekki að sitja í þessari samninganefnd eða taka þátt í þessum viðræðum sem framundan væru.  Í kjölfarið tilkynnti yfirmaður kjaramálasviðs VR að VR myndi ekki heldur taka þátt í þessum samningum vegna ákvörðunar Stéttarfélags Vesturlands.  RSÍ hefur einnig sent tölvupóst þar sem m.a kemur fram að RSÍ vilji byrja samningaferlið alveg uppá nýtt og einnig að það sé grundarvallaratriði að formaður Verkalýðsfélags Akraness leiði ekki þessar viðræður heldur aðaltrúnaðarmaður Elkem.  Rétt er að geta þess um 80% allra starfsmanna Elkem eru félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness og hefur félagið unnið í mjög góðri og náinni samvinnu við alla trúnaðarmenn þar með talið aðaltrúnaðarmann. Það er einnig rétt að geta þess að trúnaðarmenn óskuðu eftir því við formann Verkalýðsfélags Akraness að hann yrði formaður samninganefndarinnar.

Það er sorglegt að hagsmunir starfsmanna Elkem og Klafa séu fótumtroðnir vegna persónuóvildar forystumanna ASÍ í garð formanns Verkalýðsfélags Akrnaess.  En rétt er að geta þess að yfirmaður kjaramálasviðs VR viðurkenndi það t.d. á fundinum í morgun að VR gæti ekki samþykkt launakröfu starfsmanna Elkem uppá 27,5% vegna þess að hún væri ekki í samræmi við launastefnu sem forysta ASÍ hefur talað fyrir.  En eins og margoft hefur komið fram hér á heimasíðunni þá hefur formaður gagnrýnt samræmda launastefnu harðlega.

Trúnaðarmaður VR ákvað eftir þessa ótrúlegu uppákomu í fundinum í morgun að segja af sér sem trúnaðarmaður og tilkynnti hann skrifstofu VR það í dag. Það er ljóst að mörgum starfsmönnum Elkem og Klafa er afar brugðið yfir þessari framkomu áðurnefndra stéttarfélaga eða réttara sagt þá eru þeir brjálaðir yfir þessari framkomu, enda er ekki verið að hafa hagsmuni starfsmanna að leiðarljósi.

Nú liggur fyrir að Verkalýðsfélag Akraness mun halda áfram viðræðum við Samtök atvinnulífsins og forsvarsmanna Elkem um gerð nýs kjarasamnings án aðkomu áðurnefndra félaga, en á þessari stundu liggur ekki fyrir hvort Félag iðn- og tæknigreina verður með í þeim viðræðum sem framundan eru.

Það er samróma álit þeirra sem sitja í samninganefndinni að þessi vinnubrögð muni ekki gera neitt annað en að þjappa mönnum saman og það er ánægjulegt fyrir Verkalýðsfélag Akraness að finna að trúnaðarmenn og þeir sem sátu í samninganefnd Elkem og Klafa standa þétt með VLFA í þessari baráttu sem nú er framundan.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image