• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
11
Jan

Samræmd launastefna kemur ekki til greina

Húsakynni ríkissáttasemjara við BorgartúnHúsakynni ríkissáttasemjara við BorgartúnÍ gær hittist samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands í húsakynnum ríkissáttasemjara. Á þessum fundi var samninganefndin að vega og meta þá stöðu sem upp er komin í viðræðum við Samtök atvinnulífsins en nú eru að verða liðnar 6 vikur frá því að kjarasamningurinn rann út. Það er alveg ljóst að óþreyju er farið að gæta hjá félagsmönnum sem eðlilegt er því launafólk þarfnast launahækkana til að mæta þeim skefjalausu skatta- og gjaldskrárhækkunum sem dunið hafa á launþegum á undanförnum misserum.

Samræmd launastefna var til umræðu í gær en það er mat formanns félagsins að slíkt komi ekki til greina enda sé Starfsgreinasambandið búið að móta sína kröfugerð, kröfugerð sem byggist á því að hækka lágmarkslaun upp í 200 þúsund krónur frá undirritun kjarasamnings. Einnig er sú krafa skýr að útflutningsgreinar eins og til dæmis fiskvinnslan komi myndarlega til móts við sína starfsmenn á grundvelli þess að slík fyrirtæki hafa verið að hagnast umtalsvert vegna gengisfalls krónunnar.

Það er mat formanns að það sé í raun og veru að verða tímabært fyrir samninganefnd SGS að vísa þessari deilu til ríkissáttasemjara því það gengur ekki upp öllu lengur að lítið sem ekkert þokist í þessum viðræðum. Það er ekki ólíklegt að ef ekki dregur til tíðinda í þessari viku eða byrjun næstu viku að deilunni verði vísað til ríkissáttasemjara.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image