• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
12
Jan

Bæjarstjóri Akraness í heimsókn á skrifstofu félagsins

Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri á AkranesiÁrni Múli Jónasson, bæjarstjóri á AkranesiÍ dag heimsótti Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri á Akranesi, skrifstofu félagsins. Með heimsókn sinni vildi bæjarstjórinn kynna sér starfsemi félagsins og fara almennt yfir stöðuna á okkar atvinnusvæði.

Formaður átti samtal við bæjarstjórann í tæpan klukkutíma og gerði honum grein fyrir stöðu kjarasamninga og stöðunni almennt varðandi atvinnuástand hér á Akranesi. Voru formaður og bæjarstjóri sammála um að hinar styrku stoðir í okkar atvinnulífi sem eru stóriðjusvæðið á Grundartanga, HB Grandi og vinnsla á hvalaafurðum skiptu sköpum fyrir okkar atvinnusvæði. Enda hefur komið í ljós að Akraneskaupstaður þurfti ekki að grípa til gjaldskrárhækkana eins og mörg önnur sveitarfélög.

Formaður fór yfir komandi kjarasamninga og kom á framfæri verulegum áhyggjum sínum af þeim kjaraviðræðum sem nú eiga sér stað, en hann upplýsti bæjarstjóranum um stefnu félagsins í komandi kjarasamningum. Krafa félagsins er sú að þau fyrirtæki sem eru starfandi í útflutningi eins og stóriðjan á Grundartanga og fiskvinnslustöðvar komi með umtalsverða hækkun til sinna starfsmanna í ljósi hagstæðra aðstæðna vegna gengisþróunar.

Einnig kom fram í máli formanns að hann telur umtalsverðar líkur á átökum á vinnumarkaði ef ekki verður fallist á þá kröfu að lagfæra laun þeirra tekjulægstu og að ávinningi útflutningsfyrirtækja verði skilað til starfsmanna þeirra fyrirtækja.

Heimsókn bæjarstjóra var mjög ánægjuleg og voru formaður og bæjarstjóri sammála um að halda góðu sambandi vegna þeirra mála er lúta að hagsmunum beggja aðila.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image