• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Kosið verður um vinnustöðvun á morgun Síldarverksmiðjan á Akranesi
18
Jan

Kosið verður um vinnustöðvun á morgun

Stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Akraness, sem er jafnframt aðal samninganefnd félagsins, kom saman til fundar í gær. Formaður fór yfir með samninganefndinni þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins og rakti fyrir samninganefndinni hvað hefur verið að gerast. Einnig fór formaður yfir stöðu annarra kjarasamninga sem félagið er aðili að eins og við Elkem Ísland, Klafa, sveitarfélögin og Norðurál.

En aðalmál fundarins var fyrirhuguð vinnustöðvun í síldarbræðslunni og samþykkti samninganefnd félagsins að kosið verði um verkfall í verksmiðjunni, verkfall sem tekur gildi í byrjun febrúar og mun kosningin fara fram á morgun.  Formaður fór yfir tilboð sem félagið hafði gert forsvarsmönnum HB Granda til lausnar á þessari grafalvarlegu deilu og harmaði samninganefndin að ekki skuli hafa verið samningsvilji af hálfu Samtaka atvinnulífsins. Æði margt bendir til þess að þessi samræmda launastefna sem Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vinna nú ötullega að, sé að stórskemma stöðu þeirra starfsmanna sem starfa í fyrirtækjum tengdum útflutningi. Rétt er að það komi fram að gríðarlegur einhugur og samstaða ríkti í samninganefnd Verkalýðsfélags Akraness um verkfallsboðun í síldarbræðslunni og síðast en ekki síst að hafna alfarið þessari samræmdu launastefnu.

Formaður félagsins hefur gagnrýnt harðlega þá afskiptasemi forseta ASÍ af þeim kjaraviðræðum sem nú eiga sér stað og telur hann vera kominn langt út fyrir sitt valdasvið, enda liggur samningsumboðið hjá stéttarfélögunum en ekki hjá Alþýðusambandi Íslands.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image