• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
01
Dec

Afskriftir í reykfylltum bakherbergjum fjármálastofnana

Nú hafa bankar og sparisjóðir sent frá sér frétt þar sem þeir lýsa því hversu ofboðslega sanngjarnir þeir eru gagnvart skuldsettum heimilum. En þeir segja að þeir hafi samtals afskrifað um 22 milljarða króna hjá einstaklingum og fjölskyldum í tengslum við þau úrræði sem skuldugum heimilum standa til boða. Segja Samtök fjármálafyrirtækja að þetta sýni að mikill vilji hafi verið hjá bönkum og sparisjóðum að aðstoða viðskiptavini í greiðsluerfiðleikum.

Það er afar athyglisvert að sjá að bankar og fjármálastofnanir eru búnir að reikna nákvæmlega út afskriftir er lúta að skuldsettum heimilum en að sama skapi sjá þeir sér ekki fært að upplýsa almenning í þessu landi um afskriftir til auðmanna og einstakra fyrirtækja. Það er skýlaus krafa að fjármálastofnanir upplýsi nákvæmlega um allar afskriftir til auðmanna og fyrirtækja með nákvæmlega sama hætti og þau hafa upplýst um afskriftir á skuldum heimilanna. Fyrst þau gátu gert það þá hljóta fjármálastofnanirnar að geta gert slíkt hið sama um áðurnefnda aðila.
 
Rétt er að rifja upp þær afskriftir sem ratað hafa í fjölmiðla til þeirra manna sem sumir hverjir voru valdir að efnahagshruninu. Nægir að benda á fréttir sem ratað hafa í fjölmiðla um afskriftir á undanförnum mánuðum en þessar eru þær helstar:
 
•   Samtals 306,5 milljarðar
 
Á þessu sést að þær afskriftir og leiðréttingar sem átt hafa sér stað hjá skuldsettum heimilum eru grátbroslegar í ljósi þessara gríðarlegu afskrifta sem átt hafa sér stað hjá mönnum sem voru arkitektar að því efnahagshruni sem hér varð, rétt er að minna en og aftur á að þetta eru einungis afskriftir sem ratað hafa í fjölmiðla.
 
Hvar er loforð ríkisstjórnar Íslands um algjört gegnsæi í öllum málum hér á landi og að allt skuli vera uppi á borðum? Málið er einfalt, það hefur aldrei verið eins mikill leyndarhjúpur yfir starfsemi bankanna eins og núna og á þeirri forsendu á það að vera skýlaus krafa að bankarnir upplýsi almenning alfarið um allar þær afskriftir sem átt hafa sér stað en hætti tafarlaust að afgreiða þessi mál inni í reykfylltum bakherbergjum fjármálastofnana. 
 
Ríkisstjórn sem kennir sig við félagshyggju, velferð og síðast en ekki síst réttlæti getur ekki látið það átölulaust að horfa upp á að leiðrétting á skuldum heimilanna nemi einungis 22 milljörðum á sama tíma og auðmenn og einstaka fyrirtæki hafa fengið samtals hundruð milljarða í afskriftir. Slíkt mun almenningur í þessu landi ekki geta sætt sig við enda eru heimilin ekki að fara framá ölmusu heldur einungis sanngjarna og réttláta leiðréttingu á þeim forsendubresti sem hér varð.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image