• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
02
Dec

Fundað með ungum atvinnuleitendum

Í fyrradag fundaði formaður með ungum atvinnuleitendum á Akranesi sem eru í vinnumarkaðsúrræði sem nefnist Skagastaðir. Á fundinum fór formaður yfir hin ýmsu réttindi og skyldur sem hvíla á atvinnuleitendum eins og til dæmis þá skyldu að sækja þau úrræði sem Vinnumálastofnun býður upp á hverju sinni.

Þetta var afar ánægjulegur fundur en fjölmargar spurningar komu frá hinum ungu atvinnuleitendum, bæði varðandi þau réttindi sem gilda á íslenskum vinnumarkaði og einnig atvinnuástandið almennt. Einnig var töluvert spurt um þau réttindi sem stéttarfélögin bjóða fullgildum félagsmönnum sínumm upp á.

Það er alveg ljóst að Vinnumálastofnun hér á Akranesi heldur afar vel utan um atvinnuleitendur og þetta framtak þeirra, Skagastaðir, er til mikillar fyrirmyndar enda er boðið upp á fjölmörg erindi og námskeið því samhliða.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image