• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
03
Oct

Fundalotu með starfsmönnum Íslenska járnblendifélagsins vegna komandi kjarasamninga lokið í bili

Nú hafa trúnaðarmenn Íslenska járnblendifélagsins og formaður Verkalýðsfélags Akraness lokið við að funda með öllum verkamönnum sem vinna á vöktum sem og verkamönnum í dagvinnu.  Alls voru haldnir fimm fundir, þar sem farið var yfir hvaða kröfur starfsmenn vilja leggja mesta áherslu á. 

Trúnaðarmenn og formaður VLFA hafa tekið við um 40 kröfum sem starfsmenn ÍJ vilja reyna að ná fram í komandi   kjarasamningum. Samningurinn rennur út 30. nóvember.  Starfsmenn ÍJ hafa skrifað undir áskorun til þeirra félaga sem eiga aðild að kjarasamningi við ÍJ, um að félögin tryggi að kjarasamningur Íslenska járnblendifélagsins verði lágmarkssamningur á starfssvæði ÍJ við Grundartanga. Munu stéttarfélögin svo sannarlega taka þessari áskorun, og reyna að varðveita þau réttindi sem starfsmenn ÍJ bæði núverandi og fyrrverandi (GT Tækni, Fang og Klafi) hafa áunnið sér  á liðnum áratugum.  Sú barátta verður ekki átakalaus, en með samstöðu allra starfsmanna eru meiri líkur á að það takist.  Formaður VLFA lagði til að þegar samningaviðræður væru komnar á fullt skrið, þá verði haldnir fundir með starfsmönnum ÍJ eins oft og þurfa þykir og þeim gerð grein fyrir stöðu mála, með því verða starfsmenn vel upplýstir um gang viðræðnanna. Starfsmönnum ÍJ leist mjög vel á þessa tillögu formanns VLFA.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image