• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
20
Dec

Kröfugerðir að líta dagsins ljós

Síldarverksmiðjan og AkraneshöfnSíldarverksmiðjan og AkraneshöfnÁ föstudaginn skilaði félagið kröfugerð vegna tveggja sérkjarasamninga. Annars vegar var það kjarasamningur fyrir starfsmenn Klafa og hins vegar fyrir starfsmenn Síldarbræðslunnar á Akranesi. Kröfugerðin vegna þessara tveggja samninga er með sambærilegum hækkunum og kröfugerðin hjá Elkem Ísland en heildarkostnaðarmat þess samings var um 28%.

Félagið var búið að skila inn kröfugerð vegna starfsmanna Elkem Íslands og nú er verið að vinna að kröfugerð vegna launaliðar í kjarasamningi Norðuráls en launaliður þess samnings rennur út nú um áramótin.

Það er alveg ljóst að kjarasamningsviðræður vegna allra þeirra samninga sem nú eru lausir munu ekki hefjast af neinum þunga fyrr en eftir áramót en gríðarlegt álag verður í kringum þær viðræður þar sem margir kjarasamningar eru að renna út eða eru það nú þegar. Kröfugerð félagsins tekur töluvert mið af atvinnugreinum og er alveg ljóst að félagið mun sækja nokkuð þungt á þau fyrirtæki sem eru með starfsemi tengda útflutningi, eins og til dæmis stóriðjurnar og fiskvinnslufyrirtækin.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image