• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Dec

Sérkjaramenn Norðuráls fá einnig eingreiðslu uppá 150.000 kr

Eins og fram kom hér á heimasíðunni 9. júní þá neituðu eigendur Norðuráls að greiða svokölluðum sérkjaramönnum fyrirtækisins eingreiðslu uppá 150.000 kr. eins um hafði verið samið í kjarasamningi frá 20 apríl 2010.  En í kjarasamningnum var samið um eingreiðslu til allra starfsmanna Norðuráls uppá 150.000 kr en þegar kom til útgreiðslu á umræddri eingreiðslu tilkynntu eigendur fyrirtækisins að sérkjaramenn sem eru t.d vaktstjórar ættu ekki rétt á slíkri greiðslu.

Verkalýðsfélag Akraness mótmælti þessari ákvörðun harðlega við forsvarsmenn Norðuráls og taldi félagið að um klárt samningsbrot væri að ræða.  Á þeirri forsendu var lögmanni félagsins falið að undirbúa málssókn fyrir félagsdómi til að sækja umrædda eingreiðslu.  Nú hefur fyrirtækið hins vegar horfið frá þessari fyrirætlan sinni og tilkynnt þeim aðilum sem um ræðir að umrædd eingreiðsla verði greidd að fullu og það með vöxtum.

Verkalýðsfélag Akraness fagnar þassari niðurstöðu innilega, enda lá það algjörlega klárt fyrir að þessi ákvörðun eigenda Norðuráls stóðst enga skoðun.  Eftir þeim upplýsingum sem félagið hefur þá eru þetta um 50 starfsmenn sem um ræðir þannig að heildar endurgreiðslan lætur nærri 10 milljónum fyrir utan vexti og ljóst að þá starfsmenn sem um ræðir munar um minna.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image