• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
28
Dec

Aðalfundur sjómannadeildar mótmælir harðlega afnámi sjómannaafsláttar

Aðalfundur Sjómannadeildar Verkalýðsfélags Akraness var að ljúka rétt í þessu. Auk venjubundinna aðalfundarstarfa voru hin ýmsu mál til umfjöllunar en að sjálfsögðu bar hæst umræður um komandi kjarasamningar við Landsamband íslenskra útvegsmanna og þær hugmyndir að kröfugerð sem nú er verið að vinna að.

Fundarmenn voru sammála um að það skref sem nú á að stíga varðandi afnám sjómannaafsláttar verði mætt af fullum þunga. Fyrir liggur að sjómannaafsláttur á að lækka úr 987 kr. fyrir hvern lögskráningardag niður í 740 kr. frá og með 1. janúar 2011 eða sem nemur 25% lækkun. Síðan á afslátturinn að lækka aftur niður í 493 kr. árið 2012 og niður í 246 kr. árið 2013 og fellur síðan alfarið brott árið 2014.

Það er alveg ljóst að sjómenn munu ekki sætta sig við þá kjaraskerðingu sem felst í afnámi sjómannaafsláttarins og gagnrýndu fundarmenn stjórnvöld harðlega fyrir þessa ákvörðun. Það gengur ekki upp að sjómenn sem starfa árið um kring fjarri heimilum sínum njóti ekki einhvers konar skattaívilnunar eins og allir aðrir launþegar þessa lands. En eins og allir þekkja þá eru greiddir skattfrjálsir dagpeningar til annarra launþega þegar þeir þurfa að starfa fjarri sínu heimili. Við slíkt munu sjómenn ekki una.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image