• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
09
Nov

Félagsmenn VLFA fá nýtt félagsskírteini

Verkalýðsfélag Akraness hefur undanfarin misseri barist fyrir því að létta greiðslubyrði sinna félagsmanna með öllum tiltækum ráðum og hafa starfsmenn félagsins m.a. staðið í viðræðum við fyrirtæki hér á Akranesi og leitast eftir afsláttarkjörum fyrir félagsmenn. Hefur þessi vinna borið góðan árangur og stöðugt fjölgar þeim fyrirtækjum sem vilja bjóða félagsmönnum sérkjör og afslætti.

Þar sem framvísa þarf félagaskírteini til að njóta afsláttar og sérkjara hefur félagsskírteinið verið einfaldað og er nú á stærð við greiðslukort. Hið nýja félagsskírteini mun gilda út árið 2011 og gegn framvísun þess bjóðast félagsmönnum nú ýmis afsláttar- og sérkjör hjá samstarfsaðilum Verkalýðsfélags Akraness. Þessi kjör eru kynnt sérstaklega á kortinu sjálfu, hér á heimasíðunni og í bæklingi sem fylgir félagsskírteininu.

Félagsskírteinið er tilbúið og nú er unnið að pökkun þess. Félagsmenn mega eiga von á því heimsendu strax eftir helgi.

Undanfarin ár hafa félagsmenn fengið heimsenda dagbók frá félaginu. Dagbók þessi hefur gilt sem félagsskírteini en nú verður breyting á. Dagbókin verður prentuð um næstu áramót eins og vant er, en í minna upplagi og hún verður ekki send heim til  félagsmanna. Um áramót verður hægt að nálgast dagbókina á skrifstofu félagsins eða hafa samband og óska eftir að fá hana senda.

Það er einlæg von stjórnar og starfsfólks Verkalýðsfélags Akraness að þau afsláttar- og sérkjör sem nú bjóðast verði félagsmönnum og fjölskyldum þeirra til hagsbóta.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image