• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
19
Nov

Greiðslur sjúkradagpeninga hafa aukist um 123% frá því í fyrra

Stjórn sjúkrasjóðs Verkalýðsfélags Akraness fundaði í gær og var meðal annars farið yfir þá miklu aukningu sem orðið hefur á greiðslum úr sjóðnum vegna sjúkradagpeninga til félagsmanna.

Á þessu ári er búið að greiða um 22 milljónir í sjúkradagpeninga til félagsmanna en á sama tíma í fyrra var þessi tala rúmar 10 milljónir. Aukning á milli ára er því upp á 123%. Ugglaust skýrir ástandið á vinnumarkaðnum þessa miklu aukningu og bendir margt til þess að heilsufar félagsmanna hafi í kjölfar kreppunnar versnað þónokkuð ef tekið er tillit til þessarar miklu aukningar á greiðslum úr sjúkrasjóði félagsins.

Sjúkrasjóður hefur greitt í heildina með öllum styrkjum yfir 30 milljónir króna það sem af er þessu ári en allt árið í fyrra námu greiðslur úr sjóðnum 23 milljónum þannig að aukning á heildargreiðslum úr sjúkrasjóði verður umtalsverð á þessu ári.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image