• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Nov

Nýr samningur undirritaður við VIRK Starfsendurhæfingarsjóð

Síðastliðinn föstudag var undirritaður áframhaldandi samningur við VIRK Starfsendurhæfingarsjóð um starf ráðgjafa á sviði starfsendurhæfingar fyrir stéttarfélögin á Akranesi. Að þessum samningi koma Verkalýðsfélag Akraness, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og VR. Við undirritun samningsins kynnti Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingarsjóðs, starfsemi sjóðsins almennt og einnig fór hún sérstaklega yfir það hvernig þjónustan á Akranesi hefur gengið.

Björg Bjarnadóttir mun sinna starfi ráðgjafa á Akranesi eins og áður og halda áfram aðstoða þá félagsmenn sem glíma við heilsubrest og styðja þá í því að efla færni sína og vinnugetu og komast aftur til vinnu. Í nýja samningnum er starfshlutfall ráðgjafans aukið úr 50% í 75% og var þessi aukning löngu orðin tímabær enda hefur algjör sprenging orðið í aðsókn þessarar þjónustu hér á Akranesi undanfarna mánuði.

Nánari upplýsingar um þessa þjónustu er að finna undir tenglinum Starfsendurhæfing hér til vinstri og á heimasíðu Starfsendurhæfingarsjóðs, www.virk.is.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image