• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
29
Nov

Samninganefnd SGS fundaði í dag

Rétt í þessu lauk fundi samninganefndar Starfsgreinasambands Íslands í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Á fundinum var lögð lokahönd á kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands gagnvart Samtökum atvinnulífsins.

Kröfugerðin verður ekki gerð opinber fyrr en hún hefur verið afhent fulltrúum Samtaka atvinnulífsins, en það verður gert 6. desember nk.

Það eina sem formaður getur sagt er að hann er nokkur sáttur við áherslur þeirrar kröfugerðar sem Starfsgreinasambandið hefur nú mótað. En eins og flestir vita þá hafa ýmsir aðilar í íslensku samfélagi eins og t.d. Guðbjartur Hannesson félagsmálaráðherra, Runólfur Ágústson stjórnarformaður Vinnumálastofnunar og Björk Vilhelmsdóttir formaður Velferðasviðs Reykjavíkurborgar bent á að stórlega þurfi að hækka lágmarkslaun og lágmarkstaxta á Íslandi. 

Það er alveg ljóst að framundan eru afar erfiðar kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins, ríki og sveitarfélög og er því mjög mikilvægt að verkalýðshreyfingin standi þétt saman við að ná sínum áherslum fram.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image