• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Oct

4,8% félagsmanna VLFA fluttir af landi brott

Undanfarið hefur skrifstofa félagsins verið að skoða þróun félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness og kemur þá m.a. í ljós að félagsmenn eru í dag 2.731 og hefur fækkað milli áranna 2009 og 2010 um 43. Þetta verður að teljast afar lítil fækkun ef tekið er tillit til þess ástands sem nú ríkir á íslenskum vinnumarkaði almennt.

Enda hefur atvinnuástandið á Akranesi verið almennt betra en gengur og gerist á landsvísu og nægir að nefna í því samhengi þær styrku stoðir sem við Akurnesingar búum við í okkar daglega lífi sem er stóriðjan á Grundartanga og einnig höfum við í sumar haft atvinnu af hvalveiðunum sem sköpuðu upp undir 150 manns atvinnu.

Hins vegar er rétt að geta þess að 130 manns, eða 4,8% félagsmanna VLFA hafa flutt af landi brott á síðustu 15 mánuðum. Þessi hópur skiptist þannig að 36% þeirra hafa íslenskt ríkisfang og 64% er með erlent ríkisfang. Til að setja þessa tölu í samhengi má benda á að þetta jafngildir því að allir félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness sem búa á Vesturgötu, fjölmennustu götu Akraness, myndu flytja af landi brott.

Þetta kannski lýsir því ástandi sem ríkir í íslensku samfélagi, hversu margir sjá sér þann kost vænstan að fara af landi brott til að leita sér að nýju atvinnutækifæri og eru þessar tölur sláandi. Alls eru um 18.000 farnir af landi brott frá bankahruni skv. gögnum frá Hagsmunasamtökum heimilanna.

Eins og áður segir þá væri ástandið skelfilegt á Akranesi og í nærsveitum ef við ekki nytum þeirrar tryggu stoðar sem stóriðjan á Grundartanga er.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image