• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
26
Oct

Formaður Verkalýðsfélags Akraness verður fundarstjóri á borgarafundi í Salnum í Kópavogi í kvöld

Bót, aðgerðahópur um bætt samfélag, stendur fyrir borgarafundi í Salnum í Kópavogi í kvöld, þriðjudaginn 26. október. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og ber yfirskriftina Fátækt á Íslandi - lágmarksframfærsla? Í tilkynningu frá félaginu segir að meginkröfur fundarins séu eftirfarandi:

  • Að útrýma fátækt á Íslandi, enginn svelti  og allir hafi heimili samkvæmt lögum.
  • Að raunveruleg lágmarksframfærsla verði reiknuð út opinberlega.
  • Að fjármunum okkar og eignum verði skilað til baka.
  • Að Ísland hætti að vera eina landið á Norðurlöndum sem fylgir láglaunastefnu og gerir ráð fyrir hjálparstofnunum og ölmusu.
  • Að velferðarkerfið standi undir nafni.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness verður fundarstjóri. Frummælendur verða talsmenn öryrkja, aldraðra, atvinnuleitenda og félagsbótaþega.

Forseti Íslands, ríkisstjórn og allir þingmenn hafa verið boðaðir á fundinn. Ýmsir fulltrúar stjórnvalda, sveitarfélaga, hagsmunasamtaka og félagasamtaka munu svara fyrirspurnum úr sal og taka þátt í umræðum sem skapast.

Verkalýðsfélag Akraness hvetur allt til að mæta á fundinn og sýna samstöðu.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image