• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
07
Oct

Formaður og framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins komu í heimsókn í dag

Halldór Björnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands og Skúli Thoroddsen framkvæmdastjóri SGS komu í heimsókn í dag á skrifstofu félagsins.  Tilefni heimsóknarinnar var að heyra í stjórn félagsins og fara yfir komandi ársfund Starfsgreinasambandsins sem verður haldinn  14. og 15. október n.k.  Menn fóru yfir þá alvarlegu atburði sem hafa verið að gerast í málefnum Brims og hvernig best væri að bregðast við. 

Formaður félagsins fór yfir hvað hefur verið að gerast og hvað hefur áunnist í starfsemi félagsins frá því ný stjórn tók við 19. nóvember 2003.  Sagði formaður VLFA að miðað við þær hremmingar sem félagið hefur gengið í gegnum á liðnum árum hafi stjórn félagsins tekist að færa margt til betri vegar og starfsemi félagsins hefur tekið algjörum stakkaskiptum á þessu tæpa ári frá því ný stjórn tók við.  Stjórn félagsins bauð þeim félögum Halldóri og Skúla upp á súpu og nautapottrétt sem menn voru afar ánægðir með.  Halldór Björnsson mun láta af formennsku í Starfsgreinasambandinu á ársfundinum 14. október, af því tilefni gaf Verkalýðsfélag Akraness Halldóri bókina um sögu Akraness í þakklætisskyni fyrir það góða samstarf sem hann hefur átt við Verkalýðsfélag Akraness á liðnum árum, og óskaði formaður félagsins Halldóri alls hins besta á komandi árum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image