• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
01
Sep

Verkalýðsfélag Akraness í átaki til að ná fram afsláttarkjörum fyrir félagsmenn

Verkalýðsfélag Akraness leitar nú allra leiða til að létta greiðslubyrði sinna félagsmanna með öllum tiltækum ráðum. Að undanförnu hafa starfsmenn félagsins staðið í viðræðum við fyrirtæki hér á Akranesi og leitast eftir afsláttarkjörum fyrir félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness.

Þessi vinna hefur nú þegar borið umtalsverðan árangur, en í gær skrifaði félagið undir viðskiptasamning við N1 um afsláttarkjör til handa sínum félagsmönnum. Afsláttarkjörin eru mjög víðtæk og sem dæmi munu félagsmenn njóta 6 króna afsláttar af dæluverði eldsneytis ásamt hinum ýmsu afsláttum af öðrum vörum hjá N1.

Hægt er að sjá samninginn hér og þau afsláttarkjör sem í boði eru hér.

Félagsmenn eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu félagsins til að fá nánari upplýsingar um hvernig þeir virkja afsláttinn á viðskiptakorti eða greiðslulykli sínum.

Að auki hefur félagið náð samkomulagi við fleiri fyrirtæki hér á Akranesi, en þeirri vinnu er ekki endanlega lokið. Þau fyrirtæki sem nú þegar hafa ákveðið að veita félagsmönnum afslátt gegn framvísun félagsskírteinis eru Apótek Vesturlands, Ozone, Omnis og Bifreiðaverkstæðið Brautin og verða afsláttarkjör þessara fyrirtækja kynnt von bráðar. En eins og áður hefur komið fram vonast félagið til þátttöku mun fleiri fyrirtækja og að þetta átak muni verða til þess að lækka greiðslubyrði félagsmanna.

Þau fyrirtæki sem eru tilbúin til að veita afslætti fyrir Verkalýðsfélag Akraness eru eindregið hvött til að hafa samband við skrifstofu félagsins. Rétt er að geta þess að um 3.000 félagsmenn eru í VLFA og mun félagið sjá um að auglýsa þessi afsláttarkjör vel og rækilega fyrir sínum félagsmönnum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image