• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
23
Sep

Fundað með atvinnuleitendum

Í gær fundaði formaður með atvinnuleitendum í Þorpinu þar sem haldin eru hin ýmsu námskeið fyrir atvinnuleitendur á Akranesi. Fundurinn var afar gagnlegur, en fjölmargar spurningar bárust til formanns um réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði.

Fram kom í máli atvinnuleitenda að þeim finnist ósanngjarnt að þegar þeir eða börn þeirra lendi í veikindum þá missi þeir bætur sökum þess. Formaður tók undir þessa ábendingu, en benti á að þeir sem taka ákvörðun um að greiða félagsgjald til síns stéttarfélags eiga þar með rétt á sjúkradagpeningum fyrir þá daga sem þeir missa bætur. Hjá VLFA á viðkomandi atvinnuleitandi rétt á sjúkradagpeningum strax og er ekkert sem kveður á um að atvinnuleitandi þurfi að hafa vera frá í 10 daga eða lengur eins og tíðkast hjá sumum stéttarfélögum.

Formaður greindi einnig frá öllum þeim réttindum sem fólk hefur taki það ákvörðun um að greiða til félagsins og eru umtalsverðir hagsmunir þar í húfi fyrir atvinnuleitendur. Fram kom í máli nokkurra að þeir töldu afar brýnt að fundin yrði út svokölluð lágmarksframfærsla því þær grunnbætur sem fólki standa til boða duga engan veginn til þess að standa undir nauðsynlegri framfærslu. Formaður gerði þeim grein fyrir afstöðu VLFA til þessa máls og þeirri áskorun sem hann hefur lagt til forseta ASÍ um að hagdeild ASÍ finni þessa lágmarksframfærslu út enda er það skoðun formanns að lágmarkslaun og lágmarksbætur dugi engan veginn til að fólk geti látið enda ná saman og framfleytt sér og sínum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image