• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
23
Sep

1,4 milljónir innheimtar í síðustu viku fyrir 4 félagsmenn

Töluvert hefur verið að gera hjá skrifstofu félagsins við varðveislu á réttindum félagsmanna að undanförnu og sem dæmi þá gekk félagið nýlega frá sátt vegna brota á hvíldarákvæði kjarasamninga, en sáttin var unnin í samvinnu við lögmenn Samtaka atvinnulífsins og fékk félagsmaðurinn sem brotið sneri að greiðslu sem nam kr. 400.000.

Félagið var einnig að innheimta launakröfu í gegnum Ábyrgðasjóð launa og nam heildarkrafan tæpri milljón sem skiptist á milli þriggja starfsmanna. Voru umræddir félagsmenn að vonum ánægðir þegar félagið hafði samband við þá og lét vita að þeir fjármunir sem loksins hafði tekist að innheimta væru komnir. Munu þessar innheimtugreiðslur klárlega koma félagsmönnunum í góða í þeim efnahagsþrengingum sem nú herja á okkur Íslendinga.

Félagið er líka með fleiri mál inni hjá Ábyrgðasjóði launa sem vonandi kemst niðurstaða í innan nokkurra vikna eða mánaða. Stærsta málið varðar BM Vallá og er þar um að ræða umtalsverðar fjárhæðir vegna vangoldinna launa.

Síðan er félagið ásamt lögmanni sínum að vinna að stefnu fyrir hönd félagsmanns vegna brota á hvíldarákvæðistímum, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir skrifstofu félagsins til að ná sátt við fyrirtækið þá hefur það ekki borið árangur. Á þeirri forsendu mun félagið að sjálfsögðu innheimta umrætt brot í gegnum dómsstóla. Hér er um tæplega 300.000 kr. kröfu að ræða.

Þessi mál sýna svo ekki verður um villst hversu mikilvægt það er að hafa sterkt og öflugt stéttarfélag sér að baki. Því leikurinn milli launþega og atvinnurekanda getur verið afar ójafn í deilumálum sem þessum og er þar vægt til orða tekið. Því er gott að geta leitað til félagsins til að fá aðstoð við lausn á slíkum deilumálum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image