• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
09
Oct

Áhöfn Víkings AK 100 skorar á áhöfn Sólbaks EA að fara eftir gildandi samningum

Verkalýðsfélagi Akraness barst fax frá áhöfninni á Víkingi AK 100.  Óskaði áhöfnin eftir því að skrifstofa félagsins kæmi áskoruninni sem skipverjar voru búnir að samþykkja til fjölmiðla og áhafnar á Sólbaki EA.  Áskorunin hljóðar svona:

Áhöfn Víkings AK 100 skorar á áhöfn Sólbaks EA að fara að gildandi samningum og hunsa sérsamninga Brims sem eru í óþökk okkar allra.  Við sjómenn verðum að standa vörð um hag okkar "

Sendist til fjölmiðla,

og áhafnar Sólbaks EA                       Áhöfnin á Víkingi Ak 100

Áhöfnin á Haraldi Böðvarsyni AK hefur einnig sent frá sér stuðningsyfirlýsingu við sjómannasamtökin.

Í yfirlýsingu frá skipverjum á Haraldi Böðvarssyni AK segir að ef Sólbakssamningurinn gangi eftir þá sé ekkert annað eftir en lögleiða þrælahald.

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness er stolt af sínum sjómönnum sem styðja sjómannasamtökin  í þessari erfiðu deilu við forsvarsmenn Brims.  Takk kærlega fyrir. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image