• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Vistvæn stóriðja Unnið við vinnslu á hval á Akranesi
18
Aug

Vistvæn stóriðja

Hvalveiðarnar hafa gengið mjög vel í sumar og eru nú komnir heldur fleiri hvalir á land en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir að veiðarnar hafi byrjað tíu dögum seinna en þá.

Búið er að veiða um 90 hvali. Ástæður betri veiða nú eru að hvalurinn er nær landinu en í fyrra og veður hefur verið mjög hagstætt, en á síðustu vertíð var þoka ítrekað að hamla veiðunum.

Hvalur hf hefur leyfi til veiða á 175 langreyðum á þessari vertíð. Þar með er talin 25 dýra veiðiheimild sem fluttist frá síðustu vertíð en þá tókst ekki að veiða allan kvótann.  

Það er morgunljóst að hvalveiðar hafa gríðarlega jákvæð áhrif á atvinnulífið hér á Akranesi og í nærsveitum en um 150 manns hafa atvinnu af hvalveiðum og eru umtalsverðir tekjumöguleikar í boði fyrir starfsmenn. Það er unnið á vöktum allan sólarhringinn og voru meðallaun verkafólks á vertíðinni í fyrra rétt tæpar 600 þúsund á mánuði en rétt er að geta þess að mjög mikil vinna lá að baki slíkum launum.

Verkalýðsfélag Akraness fagnar því innilega að hvalveiðar séu nú stundaðar við Íslandsstrendur að nýju, enda hafa þær mjög jákvæð áhrif á allt samfélagið hér á Akranesi eins og áður hefur komið fram.

Það er alveg hægt að líkja veiðum og vinnslu á hval við vistvæna stóriðju enda skila þessa veiðar okkar samfélagi gríðarlegum ávinningi.  Þökk sé Kristjáni Loftssyni og hans mönnum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image