• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
31
Aug

Hvalveiðar ganga mjög vel

Í morgun kom 109. hvalurinn á land í Hvalstöðinni í Hvalfirði á þessari vertíð. Það var Hvalur 8 sem þá kom til hafnar. Hvalur 9 kom með tvo í stöðina á sunnudaginn. Að sögn Gunnlaugs Fjólar Gunnlaugssonar skiptast skipin á um að koma inn sitt hvorn daginn. „Veiðarnar hafa gengið eins og í sögu, þrátt fyrir að þokan hafi legið svolítið við ströndina að undanförnu og skipin því þurft að sigla lengra eða allt upp í 200 mílur út,“ segir Gunnlaugur Fjólar í samtali við Skessuhorn.

Hann segir talsvert af skólafólki hafa unnið við hvalinn í sumar og af þeim sökum orðið mannaskipti núna að undanförnu. Hvalur hf. hefur leyfi til að veiða 150 landreyðar í sumar og reyndar 25 dýr til viðbótar frá síðustu vertíð. Gunnlaugur Fjólar segir að miðað við ganginn á vertíðinni séu góðar horfur á að það takist að veiða kvótann á þessari vertíð, en reyndar gerist þokan oft aðgangshörð á miðunum þegar haustar.

Eins og margoft hefur komið fram hér á heimasíðunni þá skipta veiðar og vinnsla á hval gríðarlegu máli fyrir samfélagið hér á Akranesi, enda hafa hátt í 150 manns atvinnu af þessari starfsemi þótt þeir komi ekki allir frá Akranesi.  Tekjumöguleikar þeirra sem starfa við vinnsluna bæði hér á Akranesi sem og í hvalstöðinni eru þó nokkrir og voru meðallaun starfsmanna við vinnsluna um 600 þúsund í fyrra, en rétt er að geta þess að mikil vinna lá að baki slíkum launum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image