• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
23
Jul

Viðtal við formann VLFA í Reykjavík síðdegis

 Eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðunni þá hefur tillaga Verkalýðsfélags Akraness um að verkalýðshreyfingin leggi mikla áherslu á að lágmarkslaun verði ekki undir kr. 200.000 í komandi kjarasamningu vakið mikla athygli.

Í fyrradag var viðtal við formann félagsins í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem m.a. þetta mál var til umfjöllunar. Kom fram í máli formanns að til að árangur næðist í baráttunni um hækkun lágmarkslauna þá þyrfti verkalýðshreyfingin að standa saman sem ein heild. Það myndi ekki þýða fyrir einhver eitt eða tvö stéttarfélög að berjast fyrir hækkun lágmarkslauna upp í kr. 200.000. Það gerist ekki nema á grundvelli samstöðu allrar verkalýðshreyfingarinnar.

Einnig kom fram í máli formanns að þegar þau voru í stjórnarandstöðu töluðu bæði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mikið um mikilvægi þess að hækka að lágmarkslaun þannig að grundvöllur væri fyrir fólk að framfleyta sér á þeim.

Einnig nefndi formaður í viðtalinu mikilvægi þess að launanefnd sveitarfélaganna komi verulega til móts við kröfur slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, enda eru grunnlaun þessara manna til skammar og Verkalýðsfélag Akraness hefur lýst yfir fullum stuðningi við áðurnefnda aðila.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni með því að smella hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image