• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fundað með lögmanni Samtaka atvinnulífsins Starfsmenn ISS á Grundartanga
14
Jun

Fundað með lögmanni Samtaka atvinnulífsins

Formaður félagsins fundaði í dag með lögmanni Samtaka atvinnulífsins, Ragnari Árnasyni, vegna málefna starfsmanna ISS á Grundartanga vegna fyrirtækjasamnings áðurnefndra starfsmanna. Örlítill ágreiningur hefur verið um túlkun á fyrirtækjasamningnum og hvernig launahækkunum skuli háttað til handa starfsmönnum.

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá yfirtók ISS rekstur mötuneytis og ræstingar hjá Elkem Ísland en reksturinn hafði áður verið hjá fyrirtæki að nafni Fang sem var í 100% eigu Elkem Ísland. Ágreiningurinn hefur staðið um að öll þau réttindi sem starfsmenn höfðu hjá Fangi færðust yfir til hins nýja rekstraraðila.

Fundurinn var nokkuð góður og eru hugmyndir að lausn á málinu nú til skoðunar hjá félaginu og mun formaður funda með starfsmönnum um eða eftir helgi um þær tillögur sem liggja nú fyrir af hálfu Samtaka atvinnulífsins.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image