• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
16
Jun

Réttast væri að afturkalla aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Eins og fram kom í fréttum í gær þá hefur þýska þingið sett fram það skilyrði fyrir fullri aðild Íslands að Evrópusambandinu að Íslendingar hætti hvalveiðum.

Svona hótanir er alls ekki hægt að láta átölulaust. Ef að þetta er það sem koma skal í viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu þá er það skoðun formanns Verkalýðsfélags Akraness að afturkalla eigi aðildarumsókn tafarlaust. Ef við Íslendingar höfum ekki heimild til að nýta okkar fiskistofna að höfðu samráði og tillögu frá Hafrannsóknarstofnun Íslands þá höfum við ekkert inn í Evrópusambandið að gera.

Það voru 150 manns sem höfðu atvinnu af hvalveiðum í fyrra í það minnsta og meðallaun starfsmanna í hvalstöðinni í Hvalfirði og á Akranesi voru nálægt 600 þúsund krónum þó vissulega hafi mikil vinna legið að baki þeim tekjum. Við getum ekki undir nokkrum kringumstæðum látið aðrar þjóðir segja okkur hvort við megum nýta okkar auðlindir þegar í ljós hefur komið að stofnarnir þola þær veiðar sem stundaðar eru. Og einnig er rétt að benda á það gríðarlega atvinnuleysi sem herjar á okkur Íslendinga um þessar mundir.

Ef þetta er það sem koma skal í þessum aðildarviðræðum þá virðist ekki vera von á góðu fyrir okkur Íslendinga og því ítrekar formaðurinn þá skoðun sína að betra sé að afturkalla aðildarumsóknina heldur en að liggja undir svona hótunum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image