• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
Jun

Fundað með starfsmönnum ISS

Eins og fram kom hér á heimasíðunni ekki alls fyrir löngu þá fundaði formaður með lögmanni Samtaka atvinnulífsins vegna ágreinings og útfærslu á þeim launahækkunum sem eiga að taka gildi frá og með 1. júní síðastliðnum vegna starfsmanna ISS á Grundartanga.

Í dag fundaði síðan formaður með starfsmönnum ISS á Grundartanga og fór yfir þá möguleika sem eru í stöðunni og upplýsti þá um leiðir til lausnar á þeim ágreiningi sem verið hefur til staðar. Fundurinn var mjög góður og nú liggur fyrir niðurstaða varðandi þær launahækkanir sem eiga að taka gildi frá 1. júní og mun byrjandi verða með grunnlaun upp á 182.107 kr. og starfsmaður sem hefur starfað í 10 ár mun verða með 215.191 kr. í grunnlaun. Eru því grunnlaun starfsmanns á 10 ára taxta að hækka um 10.247 kr. á mánuði eða sem nemur 5%.

Tvö minniháttar ágreiningsefni eru nú til úrlausnar hjá Samtökum atvinnulífsins og á formaður von á að farsæl lausn finnist á þeim ágreiningi. Það lítur að uppfærslu á fyrirtækjasamningi og hækkun á orlofs- og desemberuppbótum. Í dag eru orlofs- og desemberuppbætur samtals 203.994 kr. Þessar uppbætur að mati formanns félagsins þurfa að fara upp í 228.526 kr. til að taka þeim hækkunum sem þeim ber frá því þær hækkuðu síðast.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image