• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Hefur gríðarlega jákvæð áhrif á atvinnulífið Hvalur 9 á leið til veiða
28
Jun

Hefur gríðarlega jákvæð áhrif á atvinnulífið

Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og 9 héldu til veiða í gærkveldi og má því búast við að fyrstu hvalirnir berist til vinnslu á þriðjudaginn.  Undirbúningur fyrir vertíðina hefur staðið yfir í allan vetur og bíða starfsmenn spenntir eftir fyrsta hvalnum.

Það er morgunljóst að hvalveiðar hafa gríðarlega jákvæð áhrif á atvinnulífið hér á Akranesi og í nærsveitum. En um 150 manns höfðu atvinnu af hvalveiðum á síðustu vertíð og eru umtalsverðir tekjumöguleikar í boði fyrir starfsmenn. Það er unnið á vöktum allan sólarhringinn og voru meðallaun verkafólks á vertíðinni í fyrra rétt tæpar 600 þúsund á mánuði en rétt er að geta þess að mjög mikil vinna lá að baki slíkum launum.

Verkalýðsfélag Akraness fagnar því innilega að hvalveiðar séu nú að hefjast á nýjan leik enda hafa þær mjög jákvæð áhrif á allt samfélagið hér á Akranesi eins og áður hefur komið fram.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image