• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Skelfilegt slys Störf í stóriðjum geta verið hættuleg
30
Jun

Skelfilegt slys

Skelfilegt slys varð í járnblendiverksmiðjunni að Grundartanga í gær þegar sprenging varð þar í ofni 1.  Einn starfsmaður sem er félagsmaður í Verkalýðsfélagi Akraness brenndist alvarlega og er honum haldið sofandi á gjörgæsludeild Landsspítalans. 

Í tilkynningu frá Elkem kemur fram að um kl. 19:30 í gærkvöldi hafi orðið sprenging í járnblendiverksmiðju Elkem. Eldtunga og málmslettur hafi brotist út úr einum af þremur ofnum verksmiðjunnar og brenndist starfsmaður sem þar var við vinnu alvarlega.

„Ítarlegri viðbragðsáætlun Elkem er fylgt þegar aðstæður sem þessar skapast. Slökkt hefur verið á ofnum verksmiðjunnar og starfsemi hennar stöðvuð. Unnið er að rannsókn á tildrögum slyssins og verður upplýst nánar um málsatvik þegar frumathugun lýkur.

Formaður félagsins veit að starfsmenn og forsvarsmenn fyrirtækisins munu leita allra leiða við að upplýsa hvað varð þess valdandi að sprenging varð í einum af 3 ofnum fyrirtækisins, enda er mjög mikilvægt að upplýsa það til að hægt sé að fyrirbyggja að slíkt slys endurtaki sig.  Formaður veit einnig að starfsmenn og forsvarsmenn fyrirtækisins er mjög um hugað um öryggi í verksmiðjunni enda er lagt umtalsverð áhersla á öryggismál hjá fyrirtækinu.  Það er löngu vitað að vinna í stóriðjum getur verið hættuleg og á þeirri forsendu er afar mikilvægt að lögð sé mikil áhersla á öryggismál og hagsmunir starfsmanna séu ávalt hafðir  að leiðarljósi þegar kemur að öryggismálum.

Eðli málsins samkvæmt eru starfsmenn Elkems  slegnir yfir þessu slysi og er hugur stjórnar Verkalýðsfélags Akraness hjá fjölskyldu mannsins sem slasaðist og einnig hjá öllum starfsmönnum Elkem Ísland.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image