• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
03
Apr

Búnir að fá uppundir 12 tonn af grásleppuhrognum

Það er óhætt að segja að þeir félagar Eiður Ólafsson og Kristófer Jónsson á Ísak Ak 67 séu að gera ágætis hluti þessa dagana, en þeir komu í land í gær með 26 tunnur af grásleppuhrognum sem gera yfir þrjú tonn af hrognum.

Þeir félagar eru búnir að fá uppundir 12 tonn af hrognum síðan þeir byrjuðu á grásleppuvertíðinni þann 10. mars sl.  Þessi veiði hingað til verður að teljast mjög góð og ekki spillir fyrir að verðið á grásleppuhrognum er í sögulegu hámarki um þessar munir eða um 1000 kr. fyrir kílóið.

Þeir félagar á Ísak Ak kalla ekki allt ömmu sína enda þekktir fyrir harða sjósókn og að vera harðduglegir. Það er alveg morgunljóst að íslenskir sjómenn eru þeir aðilar sem munu hjálpa okkur Íslendingum hvað mest að vinna okkur úr þessum efnahagshremmingum sem nú steðjar að þjóðinni. Það eru jú þeir sem skapa hvað mestar gjaldeyristekjur fyrir þessa þjóð.

Þeir félagar á Ísak Ak tilheyra sjómannadeild Verkalýðsfélags Akraness og er félagið stolt af því að hafa slíka jaxla í félaginu.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image