• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Úrslitastund á mánudaginn næstkomandi Starfsmenn Norðuráls vilja sömu laun og starfsbræður þeirra í Alcan
09
Apr

Úrslitastund á mánudaginn næstkomandi

Eins og fram hefur komið hér á síðunni var samningafundur í húsakynnum ríkissáttasemjara vegna kjaradeilunnar við Norðurál haldinn í dag. Á fundi, sem haldinn var sl. miðvikudag, lagði samninganefnd stéttarfélaganna fram nýtt tilboð sem forsvarsmenn Norðuráls hafa haft til skoðunar síðan þá. Á fundinum í dag kom svar við tilboði stéttarfélaganna frá forsvarsmönnum Norðuráls. 

Því miður þá ber enn töluvert mikið á milli í launaliðnum á því tilboði sem forsvarsmenn Norðuráls lögðu fram í dag og er morgunljóst að þar er ekki um að ræða jöfnun launakjara við Alcan og Elkem. 

Það eru mikil vonbrigði að forsvarsmenn Norðuráls skuli ekki hafa sýnt meiri samningsvilja á þessum fundi en raunin varð.  Ríkissáttasemjari ákvað að boða til næsta fundar á mánudaginn kemur.

Það er hvellskýrt af hálfu formanns Verkalýðsfélags Akraness að um úrslitatilraun verður að ræða á mánudaginn kemur, hvort deiluaðilar muni ná saman eða ekki. Það kom einnig fram hjá formanni félagsins á fundinum í dag að ekki verður kvikað frá þeirri sanngjörnu kröfu að starfsmenn Norðuráls njóti sambærilegra kjara og starfsbræður þeirra í Alcan og Elkem.  Það er einlæg von formanns félagsins að forsvarsmenn Norðuráls fari að átta sig á því að það eru engar forsendur fyrir því að starfsmenn þeirra njóti ekki sömu kjara og starfsbræður þeirra í Alcan í Straumsvík.

Verkalýðsfélag Akraness mun alls ekki sætta sig við það ef stefna Norðuráls verður sú að gera störf í stóriðjum að láglaunastörfum.  Launakostnaður í Norðuráli var einungis 7% af heildarveltu á árinu 2008 og ljóst að mörg fyrirtæki myndu vilja sjá slíkar tölur í sínum efnahagsreikningum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image