• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Apr

Úrslitastund á morgun

Á morgun rennur upp úrslitastund varðandi hvort deiluaðilar vegna kjarasamnings Norðuráls muni ná saman eða ekki en ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar kl. 10 í fyrramálið.

Það er alveg ljóst að ennþá ber töluvert í milli samningsaðila í stórum málum og nægir að nefna í því samhengi launaliðinn en ljóst er samkvæmt því tilboði sem forsvarsmenn Norðuráls hafa lagt fram að umtalsverður munur er ennþá á milli deiluaðila. Eins og margoft hefur komið fram hér á heimasíðunni er meginkrafa samninganefndar stéttarfélaganna að starfsmenn Norðuráls njóti sömu kjara og starfsbræður þeirra í Alcan í Straumsvík.

Það er einnig ljóst að frá þessari kröfu um jöfnun launa við verksmiðjur í sambærilegum iðnaði verður ekki hvikað. Með öðrum orðum: Það verður ekki skrifað undir kjarasamning þar sem jöfnun launa er ekki að eiga sér stað. Þessu sjónarmiði hefur margoft verið komið fram við forsvarsmenn fyrirtækisins og ríkissáttasemjara er það kunnugt enda eru engar forsendur fyrir því að starfsmenn Norðuráls njóti lakari kjara heldur en aðrir starfsmenn í sambærilegum iðnaði.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image