• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fyrri úthlutun sumarsins 2010 lokið Nýuppgert eldhúsið í Húsafelli. Sjá fleiri myndir hér.
15
Apr

Fyrri úthlutun sumarsins 2010 lokið

Fyrri úthlutun orlofshúsa sumarið 2010 er nú lokið og gekk vonum framar. Í fyrsta sinn var nú hægt að skila umsóknum á Félagavefnum og bárust um helmingur umsókna á þann hátt sem er mun hærra hlutfall en vonast var eftir.

Svarbréf til allra umsækjenda, hvort sem þeir fengu úthlutað eða ekki, voru póstlögð í gær. Þeir sem fengu úthlutað geta nú þegar séð bókun sína á Félagavefnum (undir Orlofshús og Bókunarsaga) og geta á sama stað greitt með greiðslukorti. Einnig er hægt að ganga frá greiðslu með millifærslu í heimabanka eða á skrifstofu félagsins. Ganga verður frá greiðslu fyrir eindaga sem er 23. apríl.

Eftir eindaga verða ógreiddar bókanir felldar niður og teknar til endurúthlutunar. Allir þeir sem ekki fengu úthlutað í fyrri úthlutun eru sjálfkrafa með í endurúthlutun og einnig geta þeir sem voru seinir fyrir skilað inn umsókn. Þeim sem eiga inni umsókn í endurúthlutun er bent á að hægt er að breyta umsókninni fyrir endurúthlutunina til að auka möguleika á að fá úthlutað. Nú þegar er hægt að sjá á Félagavefnum (undir Orlofshús og Laus orlofshús) hvaða vikur gengu ekki út í fyrri úthlutun. Eftir eindaga, 23. apríl, mun þessum lausu vikum fjölga umtalsvert þegar búið er að fella niður ógreiddar bókanir.

Frestur til að skila nýjum eða breyttum umsóknum í endurúthlutun er til miðnættis 28. apríl. Endilega hafið samband við skrifstofu ef aðstoðar er þörf við umsóknarferlið eða ef spurningar vakna við notkun Félagavefsins..

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image