• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
25
Feb

Sumar 2010 - Útilegukortið og Veiðikortið á meðal nýjunga

Undirbúningur fyrir komandi sumarútleigu stendur nú í hámarki á skrifstofu Verkalýðsfélags Akraness, en þegar kemur að því að undirbúa sumarúthlutun orlofshúsa er að mörgu að huga og nauðsynlegt að vera tímanlega á ferðinni.

Eins og venjulega hefur félagið tekið á leigu nokkur orlofshús til viðbótar við þau sem þegar eru í eigu félagsins. Félagið á fyrir sumarbústaði í Húsafelli, Svínadal, Hraunborgum og Ölfusborgum og þrjár íbúðir á Akureyri. Í sumar verður að auki í boði dvöl í sumarbústað að Eiðum, í tveimur húsum í Stóru Skógum og í íbúð á Flateyri við Önundarfjörð. Fjöldi vikna sem í boði verða hefur aldrei verið meiri enda hefur aðsókn í orlofshús aukist jafnt og þétt undanfarin ár og er síst búist við minni aðsókn þetta sumarið.

Í sumar eru fleiri spennandi nýjungar í boði fyrir félagsmenn. Hægt verður að kaupa Útilegukortið 2010, Veiðikortið 2010 og gistimiða á Hótel Eddu með 50% afslætti á skrifstofu félagsins. Sala Veiðikortsins er þegar hafin, Útilegukortið er væntanlegt um miðjan mars og gistimiðarnir seinna í vor. Nánari upplýsingar verða birtar hér á heimasíðunni innan skamms.

Athygli er vakin á því að ekki verður hægt að fá endurgreiðslu vegna korta sem keypt eru annars staðar, eingöngu er hægt að veita afsláttinn á kort sem seld eru á skrifstofu.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image