• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
04
Jan

Áskorun til fyrirtækja

Hefði samninganefnd Alþýðusamband Íslands og Samtaka atvinnulífsins ekki gert tvívegis samkomulag um frestun launahækkana frá þá hefðu laun á hinum almenna vinnumarkaði átt að hækka um 2,5% nú um áramótin. En samkvæmt samkomulaginu þá mun sú hækkun ekki taka gildi fyrr en 1. júní 2010.

Verkalýðsfélag Akraness hefur frá upphafi mótmælt þessari ákvörðun og linkind samninganefndar Alþýðusambands Íslands vegna þeirrar staðreyndar að til eru fyrirtæki sem hafa fulla fjárhagslega burði til að standa við þann hófstillta samning sem gerður var þann 17. febrúar 2008. Nægir að nefna í því samhengi öll úrflutningsfyrirtæki sem hafa verið að gera ágætis hluti sökum gengishruns krónunnar. Nú þegar hefur íslenskt verkafólk orðið af á annað hundrað þúsunda króna vegna þeirra óskiljanlegu samkomulaga sem samninganefnd ASÍ gerði við Samtök atvinnulífsins.

Á þessari forsendu skorar Verkalýðsfélag Akraness á öll fyrirtæki sem hafa fjárhagslega burði til að standa við þann kjarasamning sem gerður var þann 17. febrúar 2008 og koma með 2,5% launahækkun frá 1. janúar 2010 eins og samningurinn kvað á um.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image