• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
07
Jan

Álverð heldur áfram að hækka

Eins og fram kom hér á heimasíðunni í síðasta mánuði þá var kjaraviðræðum við forsvarsmenn Norðuráls frestað vegna stefnu VM á hendur fyrirtækinu um félagsaðild. Málið verður tekið fyrir 11. janúar og mun niðurstaða væntanlega fást í málið einni til tveimur vikum síðar.

Það eru afar ánægjuleg tíðindi að berast núna af álmörkuðum, en álverð hefur haldið áfram að hækka og í dag var verðið fyrir pr. tonn komið upp í 2.333 dollara sem gerir rúmar 293.000 íslenskar krónur fyrir hvert tonn á gengi dagsins.

Í gær fékkst tonnið á 2.280 dollara og hefur hækkað um 2,4% á einum sólarhring. Nú er bara að vona að verðið haldi áfram að hækka, enda mun hækkun á álverði klárlega hjálpa verulega til við komandi kjarasamningsgerð sem væntanlega mun hefjast aftur síðar í þessum mánuði.

Það er alveg ljóst að krafa Verkalýðsfélags Akraness verður umtalsverð hækkun launa starfsmanna Norðuráls, enda eru allar forsendur fyrir því að laun starfsmanna taki ásættanlegri hækkun.

Mun Verkalýðsfélag Akraness fylgja þeim kröfum fast eftir og hefur formaður t.a.m. gert forstjóra Norðuráls grein fyrir því að félagið muni gera þá skýlausu kröfu að laun starfsmanna Norðuráls verði í það minnsta með sambærilegum hætti og gerist í sambærilegum iðnaði.

Það hefur einnig komið fram hér á heimasíðunni að rekstur Norðuráls gekk glæsilega á árinu 2008, en ekkert fyrirtæki hér á landi skilaði jafnmiklum hagnaði og Norðurál eða sem nemur 16 milljörðum króna. Ávinningur af þessari góðu starfsemi á að skila sér núna að hluta til til þeirra frábæru starfsmanna sem starfa hjá Norðuráli.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image